top of page

Hvernig myndast flóðbylgjur

Flóðbylgjur geta orðið til vegna jarðskjálfta en einnig vegna eldgosa og skriðufalla eða blöndu af þessu þrennu. Þegar flóðbylgja verður til vegna jarðskjálfta er það sökum lóðréttra hreyfinga á hafsbotninum. Við það kemst hreyfing á sjóinn og flóðbylgja fer af stað. Þegar jarðskjálfti á sér stað verða ekki alltaf sömu hreyfingar á jarðskorpunni. Í jarðskjálftum hér á landi, til dæmis í hinum svokölluðu Suðurlandsskjálftum, á sér stað gliðnun og því hreyfast flekarnir ekki í lóðréttum hreyfingum heldur í láréttum, þeir nuddast saman.

 

Við samreksbelti, svo sem eyjaboga og virka meginlandsjaðra, eiga lóðréttar hreyfingar sér einkum stað. Þar mætast jarðskorpuflekar, líkt og í skjálftanum við Japansstrendur (11. mars 2011) og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið, og þrýstingur á flekaskilunum byggist smátt og smátt upp. Á einhverjum tímapunkti er þrýstingur orðinn svo mikill að jarðskorpan gefur undan. Þá kemst hreyfing á sjávarbotninn og sjórinn kippist til.

bottom of page